Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og Ingvar Már Pálsson, skrifstofurstjóri iðanðarráðuneytisins, skipa verkefnisstjórn sem mun halda áfram að kanna hvort hagkvæmt sé að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Haustfundi Landsvirkjunar í dag.

Ragnheiður Elín sagðist hafa hitt orkumálaráðherra Bretlands þar sem hún gat ekki fundið fyrir því að sæstrengsverkefnið væri í tímaþröng. Því væru gagnrýnisraddir að undanförnu ekki réttmætar.

VB Sjónvarp ræddi við Ragnheiði Elínu að loknum fundi.