Arna Grímsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Reita, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu og mun hún hverfa til annarra starfa þann 1. janúar nk. Við stöðu framkvæmdastjóra lögfræðisviðs tekur Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir, en hún hefur starfað innan lögfræðisviðs Reita frá árinu 2014 og gegnt stöðu regluvarðar hjá félaginu frá sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu Reita til Kauphallarinnar.

Ragnheiður útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands á árinu 1998, starfaði hjá Hugverkastofunni frá 1998 - 2000 og á LEX lögmannsstofu frá 2000-2014 þar sem hún var einn meðeigenda frá árinu 2004. Ragnheiður er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti.