*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Fólk 15. janúar 2017 14:43

Ragnheiður til Opinna kerfa

Opin kerfi hafa ráðið Ragnheiði Harðar Harðardóttur sem fjármálastjóra Opinna kerfa. Tekur hún við af Kristjáni Ólafssyni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ragnheiður Harðar Harðardóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Opinna kerfa en hún tók við keflinu af Kristjáni Ólafssyni sem gegnt hefur stöðu fjármálastjóra frá árinu 2006. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Ragnheiður hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf hjá bæði KPMG og Deloitte sem og fjármálastjóri hjá Senu. 

Hún er með MSc í hagfræði, Cand.Oecon í viðskiptafræði ásamt prófi í verðbréfaviðskiptum. Ragnheiður er gift Lýði Þór Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra hjá Gamma og eiga þau þrjá drengi.

Um Opin kerfi

,,Opin kerfi hefur starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi" segir í tilkynningunni. ,,Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði. 

Í dag starfa um 100 manns hjá félaginu. Opin kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt  skeið eins og t.d. HP og HPE,  Microsoft, Cisco og Redhat. 

Opin Kerfi er vottað samkvæmt ISO /IEC 27001 staðlinum og eru gildi félagsins: eitt lið, sigurvilji, heiðarleiki og Opin hugur."