Ragnheiður Harðar Harðardóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Opinna kerfa en hún tók við keflinu af Kristjáni Ólafssyni sem gegnt hefur stöðu fjármálastjóra frá árinu 2006.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Ragnheiður hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf hjá bæði KPMG og Deloitte sem og fjármálastjóri hjá Senu.

Hún er með MSc í hagfræði, Cand.Oecon í viðskiptafræði ásamt prófi í verðbréfaviðskiptum. Ragnheiður er gift Lýði Þór Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra hjá Gamma og eiga þau þrjá drengi.

Um Opin kerfi

,,Opin kerfi hefur starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi" segir í tilkynningunni. ,,Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði.

Í dag starfa um 100 manns hjá félaginu. Opin kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt  skeið eins og t.d. HP og HPE,  Microsoft, Cisco og Redhat.

Opin Kerfi er vottað samkvæmt ISO /IEC 27001 staðlinum og eru gildi félagsins: eitt lið, sigurvilji, heiðarleiki og Opin hugur."