Leitað hefur verið til Ragnheiðar E. Árnadóttur, þingmanns Sjálfsæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi um að bjóða sig fram í efsta sæti framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi prófkjör flokksins í mars nk.

„Ég get staðfest að það hefur verið leitað til mín og ég að ég sé að hugsa málið,“ sagði Ragnheiður í samtali við Víkurfréttir.

Samkvæmt vef Víkurfrétta vill hópur sjálfstæðismanna á Reykjanesi sjá nýjan frambjóðanda í forystusæti listans fyrir komandi kosningar og kom nafn Ragnheiðar upp meðal annars vegna tengsla hennar við svæðið en hún er fædd og uppalin í Keflavík en býr nú í Garðabæ.

„Við viljum sjá nýja og ferska strauma í forystu okkar í Suðurkjördæmi. Ragnheiður er frábær kandidat í hlutverkið, vel menntuð, ung kona en með mikla reynslu,“ sagði einn sjálfstæðismaður við Víkurfréttir.

Sjá nánar vef Víkurfrétta.