Ragnheiður Elín Árnadóttir var í dag kjörinn formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins en sem kunnugt er sagði Illugi Gunnarsson, fráfarandi þingflokksformaður, af sér þingmennsku tímabundið fyrir skömmu.

Þá var Einar K. Guðfinnsson kjörinn varaformaður þingflokksins og Ólöf Nordal kjörin ritari.

Eins og fyrr segir hefur Illugi Gunnarsson tekið sér tímabundið og launalaust leyfi frá þingstörfum. Illugi sat í stjórn Sjóðs 9 sem var í eigu Glitnis en málefni tengd sjóðnum sæta nú rannsókn sérstaks saksóknara.

Ragnheiður Elín kom fyrst inn á þing eftir kosningar 2007. Hún var áður aðstoðarmaður Geirs H. Haarde.