Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sigraði prófkjör Sjálfstæðiflokksins í Suðurkjördæmi og hlaut alls 2.192 atkvæði í fyrsta sæti listans.

Þá hlaut Árni Johnsen 1,576 atkvæði í fyrsta til annað sæti en ekki hafa verið birtar tölur um kjörsókn.

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitastjóri hafnaði í þriðja sæti, Íris Róbertsdóttir í því fjórða en athygli vekur að þingmennirnir Kjartan Ólafsson og Björg Guðjónsdóttir lenda í fimmta og sjötta sæti listans.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra þingmenn í kjördæminu aðeins einn þeirra, Árni M. Mathiesen gaf ekki kost á sér á ný. Þá kemur Ragnheiður Elín ný inn í kjördæmið en hún er nú þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi.

Lokaröð frambjóðenda er því sem hér segir:

  1. Ragnheiður Elín Árnadóttir (var í 5. sæti í SV-kjördæmi eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  2. Árni Johnsen (var í 3. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  3. Unnur Brá Konráðsdóttir (kemur ný inn á lista)
  4. Íris Róbertsdóttir (kemur ný inn á lista)
  5. Kjartan Ólafsson (var í 2. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)
  6. Björk Guðjónsdóttir (var í 4. sæti eftir prófkjör flokksins haustið 2006.)