Hin rót­gróna verslun DUXIANA í Ár­múla 10 hefur verið seld og eru nýir eig­endur tvenn hjón:

Haukur Ingi Guðna­son, sál­fræði­menntaður fyrr­verandi at­vinnu­maður í knatt­spyrnu og Ragn­hildur Steinunn Jóns­dóttir, fjöl­miðla­kona keyptu Duxiana á­samt Martina Vig­dís Nardini, lækni og Jón Helgi Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóra.

„DUXIANA er þekktust fyrir há­gæða DUX rúm, sængur, rúm­föt og hús­gögn og hefur verslunin verið rekin í 42 far­sæl ár af hjónunum Rúnari Jóns­syni og Elsu Ólafs­dóttur, heitinni. Nýir eig­endur taka við versluninni í dag en form­leg opnun, með auknu vöru­úr­vali, verður á haust­mánuðum. DUXIANA vöru­merkið hlaut á síðasta ári út­nefningu For­bes ferða­hand­bókar fyrir fram­úr­skarandi gæði. Yfir 150 af bestu hótelum heims reiða sig á fyrsta flokks gæði DUX-rúma, þar á meðal sjö stjörnu hótelið Burj Al Arab í Dubai,“ segir frétta­til­kynningu.

Nýir eig­endur taka einnig við rekstri verslunarinnar Gegnum glerið sem selur ítölsk hús­gögn og inn­réttingar frá Mol­teni&C, danskt lín frá Georg Jen­sen Damask, vörur frá þýska vöru­merkinu Lambert auk annarra merkja.

,,Við erum full til­hlökkunar að taka við keflinu og setja svip okkar á þjónustuna og vöru­úr­valið. Við erum spennt að hitta alla þá tryggu við­skipta­vini sem hafa verslað hjá Elsu og Rúnari til fjölda ára auk þess sem við getum ekki beðið eftir að kynna þessar há­gæða vörur fyrir nýjum við­skipta­vinum. Við þekkjum sjálf til gæða DUX rúmanna og sjáum mikil tæki­færi í vöru­merkinu, ekki bara gagn­vart ein­stak­lingum heldur líka fyrir­tækjum sem eru að taka móti auknum fjölda ferða­manna með stöðugt meiri kröfur til gæða­svefns á ferða­lögum,” segir Haukur Ingi Guðna­son í fréttatilkynningu.

Nýir eig­endur, sem eiga börn á öllum aldri, ætla að fylgja fjöl­skyldu­vænni stefnu þegar kemur að opnunar­tíma sér­verslana og hafa opið til kl. 17 á virkum dögum. Í haust verður nýjung í boði þar sem við­skipta­vinum gefst kostur á að bóka tíma í ráð­gjöf og skoðun í gegnum Noona appið eða með því að senda tölvu­póst.