Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, mun fjalla um þjóðlendumál frá sjónarhóli ríkisins á aðalfundi Landssamtaka Landeigenda, sem fer fram á fimmtudag næstkomandi. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér er þess vænt að ráðherra „komi með nýtt útspil af hálfu ríkisins." Fyrir lok febrúarmánaðar mun hið opinbera birta þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi, eða vestan Fnjóskár og  austan Blöndu. Í desember á síðasta ári kvað Óbyggðanefnd upp þann úrskurð að ráðherra mætti gera tilkall til þjóðlendna á Norðurlandi í áföngum. Landssamtök landeigenda voru stofnuð 25. janúar 2007 og er ætlað „berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra og landareignum sé virtur í þjóðlendumálinu eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu.“