Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagði á Alþingi í dag að hann myndi greiða því atkvæði að farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið og að samningur yrði að þeim loknum lagður undir þjóðaratkvæði.

Hinir þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætla að styðja tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þráinn sagðist ekki ætla að fiska í gruggugu vatni. Hann ætlaði að fylgja samvisku sinni og því sem um hefði verið rætt.