Starfsemi olíufyrirtækisins Royal Dutch Shell í Soku Field í Nígeríu hefur verið hætt tímabundið í kjölfar þess að herskár hópur réðst á könnunarbúnað Shell á svæðinu. Talsmaður Shell, Eurwen Thomas, sagði að fimm starfsmönnum á vegum verktakafyrirtækisins Lonestar Drilling hefði verið rænt af árásarmönnunum. Í ljósi þess að aðeins var um að ræða árás á starfsemi fyrirtækisins þar sem verið er að leita að olíu, mun þetta ekki hafa áhrif á framleiðslugetu Shell á svæðinu, sagði Thomas.