Tim Armstrong, forstjóri tæknirisans AOL, baðst í gær afsökunar á því að hafa rekið starfsmann fyrirtækisins á fjölmennum starfsmannafundi. Atvikið náðist á myndskeið og var dreift á netinu. Armstrong er þekktur fyrir skörulega framgöngu í starfi yfirmanns. Hann viðurkennir hins vegar að hafa gengið of langt þegar hann rak starfsmanninn.

Armstrong hélt starfsmannafund fyrir 1000 manns til þess að upplýsa um breytingar í rekstri fyrirtækisins. Abel Lenz, háttsettur starfsmaður hjá fyrirtækinu, hafði verið að mynda Armstrong en sá síðarnefndi brást ókvæða við. „Abel, leggðu frá þér myndavélina strax. Abel, þú ert rekinn! Út!“.

Armstrong hélt svo fyrirlestrinum strax áfram.