Í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram er 22 milljón króna viðbótarfjárframlag til að lagfæra skemmdir vegna raka í kjallara húsnæðis forsetaembættisins við Laufásveg.

Í vor kom í ljós að gestahús forseta Íslands við Laufásveg 72 væri heilsuspillandi og óíbúðarhæft eftir að raki fannst í veggjum og gólfi kjallara hússins. Þó segir einnig í fjáraukalögunum að rakans hafi gætt um árabil í kjallaranum.

Kostnaðaráætlun segir að á árinu 2017 hafi fallið 22 milljónir króna til verkefnisins, en nauðsynlegt hafi verið að bregðast við og fara strax í framkvæmdir til að laga skemmdirnar.