Rakel Óttarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirmanns upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Rakel hefur mikla reynslu af upplýsingatæknimálum og verkefnastjórnun.

Hún starfaði áður hjá m.a. Arion banka, síðast sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Í starfi sínu leiddi hún meðal annars mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans.

Rakel er með MBA-gráðu frá Duke University og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún mun hefja störf hjá Össuri 6. janúar næstkomandi.