Ný greining frá IFS ráðgjöf ráðleggur fjárfestum að halda sínum bréfum í Marel um leið og þeir telja tækifæri til að kaupa bréf í Marel núna horft til langs tíma. Þeir telja hins vegar að horfur til skemmri tíma vera blendnar.

"Þess vegna ráðleggjum við ekki fjárfestum að kaupa horft til næstu mánaða heldur frekar að halda bréfum sínum í félaginu. Bæði eru afkomuhorfur slakar til skemmri tíma og auk þess er viðbúið að umhverfið á íslenska hlutabréfamarkaðnum verði áfram erfit," segir IFS ráðgjöf.

Niðurstaða sjóðstreymismats þeirra á Marel er 0,58 EUR á hlut (89 ISK á hlut). Til samanburðar er núverandi gengi Marel  0,29 EUR á hlut (45,2 ISK á hlut). IFS ráðgjöf telur að því að undirliggjandi rekstur Marel sé 96% meira virði en núverandi gengi í Kauphöllinni gefur til kynna.

Núverandi ástand á hlutabréfamörkuðum er afar sérstakt í sögulegu ljósi. Að okkar mati má færa góð rök fyrir því að góð kauptækifæri séu í mörgum iðnaðarfyrirtækjum sé tekið mið af verðkennitölum, þ.m.t. Marel, horft til næstu 12 mánaða. Það byggir á því að þegar staða efnahagsmála mun batna á nýjan leik er líklegt að verðkennitölur muni almennt hækka með betri undirliggjandi afkomu og eðlilegra umhverfi á hlutabréfamarkaði. Verðkennitölur Marel eru að okkar  mati ekki hagstæðar fyrir árið 2009.