*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Erlent 28. mars 2017 09:55

Randið veikist um 4%

Suður-afríska randið sem hafði verið í talsverðum styrkingarfasa frá áramótum veiktist um 4 prósentustig á tveimur dögum.

Ritstjórn

Gjaldmiðill Suður-Afríku, rand, hefur veikst um ríflega 4 prósentustig á tveimur dögum, þetta bendir IFS greining á í morgunpósti sínum. Gjaldmiðillinn veiktist til að mynda um 2 prósentustig á 20 mínútum í morgun í kjölfar fregna þess að forseti landsins hygðist reka fjármálaráðherra landsins, Pravin Gordhan. Financal Times greinir frá.

Randið átti þar með sinn versta dag frá því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Frá áramótum hefur gjaldmiðillinn styrkst, gagnvart helstu myntum, um 9,5% frá upphafi árs, að því er kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar.

Í gær bárust fregnir af því að Jacob Zuma forseti Suður-Afríku stefndi að því að losa sig við Gordhan, en forsetinn og fjármálaráðherrann hafa átt í valdabaráttu á síðustu misserum.

Stikkorð: gjaldmiðlar veikist Rand S-Afríka