Vísindamenn nota mælitæki til að rannsaka gosið við Holuhraun og Bárðarbungu sem eru fokdýr. Á meðal tækjanna eru jarðskjálftamælar, GPS-tæki, gasmælar sem verið er að þróa, innrauðar myndavélar og færanlegir radarar. Þótt tækin séu nánast við gossprunguna er þeim komið fyrir á þann hátt að auðvelt er að sækja þau og koma í skjól, að því er segir í Morgunblaðinu í dag. Radarnir eru á stærð við fellihýsi og kosta um 250 milljónir.

Flest tækjanna eru í stöðugri notkun. Þau eru fjármögnuð af svonefndu Futurevolc-verkefni sem 26 evrópskar rannsóknarstofnanir og háskólar taka þátt í og miðast við að bæta eftirlit með íslenskum eldfjöllum.