Leigudeild Exton sér um útleigu og uppsetningu tæknibúnaðar fyrir ráðstefnur, árshátíðir, tónleika og fleiri viðburði. Þannig er nauðsynlegt að vera með til reiðu allan þann tæknibúnað sem slíkir viðburðir krefjast.

Aðspurður hvers virði búnaðurinn sé segir Ingólfur Magnússon, framkvæmdastjóri deildarinnar, að græjurnar séu rándýrar og það hlaupi líklega á nokkrum hundruðum milljóna. Það sé þó hrein ágiskun.

„Í rauninni hef ég ekki hugmynd um fjárhæðina. Í fyrra keyptum við til dæmis 200 fermetra skjá, sem meðal annars var notaður í Ísland got talent, og hann einn kostaði 30 milljónir. Svo getur einn hljóðmixer kostað tvær milljónir og við eigum líklega um tuttugu slík stykki. Þetta eru ansi mikil verðmæti,“ segir Ingólfur.

Nánar er fjallað um starfsemi Exton í Fundum og ráðstefnum, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .