*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 14. júní 2018 10:04

Rándýrar sekúndur

Hver sekúnda í auglýsingahléi á RÚV yfir leik Íslands og Argentínu mun kosta 18.000 krónur.

Ritstjórn
Íslenska landsliðið mætir Argentínu á laugardaginn í sínum fyrsta leik á HM.
Haraldur Guðjónsson

Hver sekúnda í auglýsingahléi á RÚV yfir leik Íslands og Argentínu, mun vera sú dýrasta frá upphafi að nafnvirði. Fjöldi frumgerðra auglýsinga hefur aldrei verið meiri fyrir einn viðburð. Þetta kemur fram í umfjöllun í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.

Hver sekúnda mun kosta 18.000 krónur, sem er eins og áður segir dýrasta sekúnda frá upphafi. Þetta sé þó svipað verð og hefur verið fyrir aðra stóra sjónvarpsviðburði, eins og t.d. Eurovision og Áramótaskaupið. Hver sekúnda af auglýsingatímanum á undan Áramótaskaupinu árið 2017 kostaði frá 15.000 krónum til 16.500 króna, en verðið fór eftir staðsetningu í auglýsingatímanum. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Einar Loga Vignisson, auglýsingastjóra RÚV.

Að sögn Einars er nægt framboð eftir af auglýsingatíma í kringum leikina á HM. En auglýsingarnar í hálfleik á leikjum Íslands eru þó undantekning, þeir séu uppseldir. 

Stikkorð: RÚV Ísland HM