Einhverjar dýrustu viskíflöskur sögunnar voru seldar á dögunum í Kanada. Verðið er um 23.000 pund á flösku, andvirði um 4,6 milljóna króna.

Um er að ræða síðustu 100 flöskurnar sem komu úr viskítunnu frá Glenlivet viskíframleiðandanum í Skotlandi. Fyllt var á tunnuna árið 1940 og sat viskíið óhreyft í henni í 70 ár.

Sala á skosku viskíi hefur aukist mjög síðustu ár og nam aukningin um 29% frá árinu 2010 til 2011.