Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors, sem á bresku bílaframleiðendurna Jaguar og Land Rover, hagnaðist um 700 milljónir dala, um 85 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Er það 41% aukning milli ára.

Tata seldi 640 þúsund bifreiðar á síðustu níu mánuðum 2011 sem var 8,2% aukning milli ára.

Range Rover Evoque seldist vel

Dótturfélag Tata, Jaguar Land Rover PLC, gekk vel á ársfjórðungnum. Salan jókst um 36,7% og þakkar félagið söluaukningunni góðum viðtökum á Range Rover Evoque. Um 32 þúsund Evoque höfðu seldst þegar nýtt ár gekk í garð.

Alls seldi félagið 216 þúsund bíla frá apríl til desember í fyrra.

Range Rover Evoque.
Range Rover Evoque.