Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu neitaði í ræðu sem hann flutti fyrir Efnahags- og peningamálanefnd Evrópuþingsins í gær að taka undir þann málflutning sumra stjórnmálamanna í Evrópu að rekja mætti miklar verðhækkanir á olíu og öðrum hrávörum til spákaupmennsku fjárfesta.

„Ég er ekki viss um að spákaupmennska sé helsti sökudólgurinn í þessum efnum. Helstu ástæður tengjast framboði og eftirspurn enda þótt aukið vægi hrávara í eignaflokkum fjárfesta geti verið ein af mörgum skýringum hækkandi hrávöruverðs.“

Hann bætti því einnig við að það væri „mjög mikilvægt“ að olíuframleiðendur stæðu við loforð sín um að auka framleiðslu, ásamt því að neytendur spöruðu olíuneyslu sína