*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 4. júlí 2015 16:01

Rangt að kjör ungs fólks séu lök

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vísar á bug gagnrýni um að ungt fólk í ferðaþjónustu fái léleg kjör.

Ritstjórn
Helga Árnadóttir segir stöðu ungs fólks í ferðaþjónustu ekki verri en annars staðar.
Haraldur Guðjónsson

„Það er nú ekki hægt að taka undir það að kjör fólks í ferðaþjónustu séu yfir höfuð léleg," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hún segir rangt sem hafi verið haldið fram að kjör ungs fólks í geiranum séu sérstaklega léleg.

Bent hefur verið á að í nýjum kjarasamningi SA og verkalýðsfélaga er samið um að ungt fólk á aldrinu 18-20 ára skuli starfa á sérstökum unglingataxta. Margir á þessum aldri vinna nú í ferðaþjónustu. Helga segir ekki rétt að staða ungs fólks í ferðaþjónustu sé lakari en í öðrum geirum.

„Einhverjir eru jú á lágmarkslaunum eins og gerist í öðrum atvinnugreinum en það er einmitt hvati þá að halda áfram, því eitthvað hefur verið um brottfall eftir stuttan tíma, að halda mönnum innan fyrirtækjanna og þannig að öðlast frekari reynslu, þannig að menn eru þá að fá ábata aftur eftir sex mánuði eða hækkun launa þannig að þetta á allt saman að haldast í hendur og vera hagur beggja vil ég meina í þessum nýju samningum," segir Helga Árnadóttir.

Stikkorð: kjarasamningar SAF
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is