*

laugardagur, 4. apríl 2020
Innlent 5. september 2016 08:21

Rangur fiskur

Í úttekt MATÍS kom í ljós að í 22% tilvika var borinn fram annar fiskur en auglýstur var á matseðli á 50 sýnum á höfuðborgarsvæðinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Í tilraun sem MATÍS framkvæmdi á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins voru 22% sýna sem starfsmenn MATÍS tóku úr fiskréttum voru röng miðað við það sem auglýst var á matseðli. Málið var tekið fyrir í Morgunblaðinu í dag.

Starfsmennirnir pöntuðu fisk og tóku svo úr honum sýni sem voru erfðagreind. Af þeim 50 sýnum sem voru tekin þá voru 11 þeirra ekki rétt fisktegund samkvæmt bráðabirgðartölum MATÍS.

Stikkorð: Fiskur úttekt veitingastaðir MATÍS