Á dögunum kom í ljós að Mads Toft Jörgensen var ranglega skráður stjórnarmaður í Bauhaus slhf. Sá Mads sem átti að vera skráður var Mads Bilenberg Jörgensen, forstjóri Bauhaus á norðurlöndunum, en Bauhaus hefur farið fram á að skrán­ingin verði leiðrétt í fyrirtækjaskrá. Þetta kemur fram í tilkynn­ingu frá Bauhaus til fyrirtækjaskrár.

Hinn rétti Mads, þ.e. Mads Bilenberg Jörgensen kom á sínum tíma við hér á landi þegar hornsteinn var lagður að Bauhaus versluninni sumarið 2008. Þá kom hann aftur á árinu 2011 og var í kjölfarið ákveðið að opna verslunina.