*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 14. janúar 2015 14:12

Rannís úthlutar styrkjum

Styrkveitingar úr Rannsóknasjóði nema samtals um 724 milljónum króna á þessu ári.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2015.

Alls bárust 226 gildar umsóknir í Rannsóknasjóðinn og hlutu 67 verkefni styrk eða 29,6% umsókna. Sótt var um 2.353.628 þúsund krónur en 724.264 þúsund krónur veittar, eða 30,8% umbeðinnar fjárhæðar.

Meðalfjárhæð umsókna var 10.414 þúsund krónur en meðalupphæð styrkja var 10.818 þúsund krónur. Hæstan styrk fær verkefnið „Fertilizer for air and water: From theory to experiments“, en hann nemur tæpum 42 milljónum króna.

Hægt er að sjá úthlutunarlistann hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is