Viðskiptablaðið greindi nýlega frá rannsóknum bandarískra saksóknara, sem telja olíurisann Exxon ofmeta eignir sínar. Samkvæmt Wall Street Journal hefur bandaríska fjármálaeftirlitið, SEC, nú hafið rannsókn á félaginu.

Eftirlitið hefur beðið endurskoðanda félagsins PwC um gögn til þess að rannsaka málið til hlítar. Eric Schneiderman, er sá saksóknari sem lagt hefur hvað mesta vinnu í að greina reikningsskilavenjur félagsins.

Þar sem verð á hráolíu hefur fallið um rúmlega 60%, hafa mörg  smærri olíufélög þurft að endurmeta eignir sínar. Exxon hefur aftur á móti ekki gert það.

Verð á hlut í Exxon stendur nú í rétt rúmum 82 dölum. Bréfin lækkuðu um 1,37% í dag, en þau hafa fallið um tæplega 15% á seinustu tveimur árum.