Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun hefja rannsókn á gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands á ný eftir að hlé hafði verið gert á rannsókninni eftir að Bankaráð Seðlabankans hóf eigin rannsókn með aðstoð Lagastofnunar Háskóla Íslands. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins .

Viðskiptablaðið hefur áður greint frá því að niðurstaða Lagastofnunar hafi verið sú að lagaumgjörð um gjaldeyrishöft var óskýr og ónákvæm í upphafi. Og enn fremur að þrátt fyrir að reglur og leiðbeiningarreglur hafi orðið skýrari með tímanum á ákveðnum sviðum, var framkvæmd Seðlabankans ógagnsæ og verklagsreglur, fordæmi og breytt framkvæmd ekki birt, samanber til hliðsjónar túlkunarreglur Fjármálaeftirlitsins.

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir í samtali við Mbl.is að það var ákveðið í morgun að halda áfram þar sem frá var horfið. Hann telur að það sé hægt að ljúka málinu einhvern tímann á þessu ári.