Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun á skuldabréfamarkaði á föstudag í síðustu viku er enn til skoðunar hjá Kauphöllinni.

Rétt fyrir lokun markaðarins, í svokölluðum uppboðsglugga, voru sett inn stór sölutilboð sem ekki er heimilt að draga til baka. Þegar í stefndi að viðskipti myndu eiga sér stað var sölutilboðið dregið til baka.

Var tilboðið lagt fram í gegnum viðskiptakerfi sem HF Verðbréf bjóða viðskiptavinum sínum að nota en Viðskiptablaðið veit ekki hverjir stóðu þar að baki. Hefur HF Verðbréf verið krafið um skriflegar skýringar á þessari atburðarás. Grunur leikur á að tilboðið hafi verið sett inn til að hafa áhrif á lokaverð skuldabréfa og aldrei hafi verið ætlunin að eiga þessi viðskipti.