Forstjóri og fjármálastjóri verslanakeðjunnar Ikea í Frakklandi eru grunaðir um að hafa njósnað um starfsfólk og viðskiptavini verslunarinnar.

Breska dagblaðið Financial Times segir á vef sínum að rannsóknin hafi verið sett í gang í gær, þriðjudag, og er hún liður í rannsókn lögregluyfirvalda í Frakklandi á starfsemi Ikea þar í landi. Rannsóknin hófst í mars í fyrra þegar lögregla leitaði gagna um málið á skrifstofum Ikea í Frakklandi.

Fjórir háttsettir starfsmenn Ikea hættu störfum í kjölfar rannsóknar lögreglu, þar á meðal sá forstjóri Ikea sem er til rannsóknar. Ný hefur tekið við fyrirtækinu í Frakklandi. Financial Times segir ekki hvernig njósnirnar voru.

Rekstur Ikea er með þeim umfangsmeiri í Frakklandi. Verslanirnar þar í landi eru 30 og starfsmennirnir 9.300 talsins.