Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi í dag. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn voru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður FME og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME.

Meðal þess sem Halla Sigrún ræddi í erindi sínu var auknar rannsóknir FME á slitastjórnum föllnu bankanna, framtíð sparisjóðanna og stærstu áskoranir FME á næstunni.

VB Sjónvarp ræddi við Höllu.