*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 27. maí 2013 07:47

Rannsaka starfsmenn aflandsfélaga

Aflandsfélög eru yfirleitt ekki skattlögð heldur einstaklingar, segir Gunnar Thorberg hjá skattrannsóknarstjóra.

Ritstjórn

Skattrannsóknarstjóri er með til rannsóknar meint skattsvik tugi einstaklinga sem störfuðu hjá aflandsfélögum í eigu íslenskra aðila í erlendum skattaskjólum. Gunnar Thorberg, forstöðumaður rannsóknarsviðs hjá embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins, segir í samtali við Fréttablaðið í dag aflandsfélög yfirleitt ekki skattlögð heldur einstaklinga vegna þess ávinnings sem þeir höfðu af því að setja starfsemi sína í aflandsfélög. Hann bendir sömuleiðis á að við rannsókn á örfáum aflandsfélögum úti í heimi hafi komið í ljós að hjá þeim hafi starfað margir án þess að greiða skatt hér.

Í Fréttablaðinu segir ennfremur að á fimmta tug svokallaðra skattaskjólsmála hafi verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra frá því skömmu eftir hrun. Rannsókn á fjórða tug mála er lokið og hafa flest fengið endur- ákvörðun hjá ríkisskattstjóra. Sjö voru send sérstökum saksóknara en þremur lagt.