*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 7. nóvember 2016 15:53

Rannsaka stjórnarformann VW

Þýskir saksóknarar rannsaka nú stjórnarformann Volkswagen, Hans Dieter Poetsch, vegna markaðsmisnotkunar.

Ritstjórn
Hans Dieter Poetsch, stjórnarformaður Volkswagen.
epa

Þýskir saksóknarar rannsaka nú stjórnarformann Volkswagen, Hans Dieter Poetsch, vegna markaðsmisnotkunar. Rannsóknin tengist umfangsmiklu máli þar sem að fyrirtækið var uppvíst að svikum tengdum svindlbúnaðs í díselbifreiðum þeirra sem voru með ólögleg útblástursforrit.

Volkswagen varð að innkalla 8,5 milljónir bifreiða í kjölfar þess að upp komst um skandalinn. Saksóknarar í Braunschweig, rannsaka einnig aðra hátt setta starfsmenn VW á borð Herbert Diess og fyrrum forstjórans Martin Winterkorn.