Þýskir saksóknarar rannsaka nú stjórnarformann Volkswagen, Hans Dieter Poetsch, vegna markaðsmisnotkunar. Rannsóknin tengist umfangsmiklu máli þar sem að fyrirtækið var uppvíst að svikum tengdum svindlbúnaðs í díselbifreiðum þeirra sem voru með ólögleg útblástursforrit.

Volkswagen varð að innkalla 8,5 milljónir bifreiða í kjölfar þess að upp komst um skandalinn. Saksóknarar í Braunschweig, rannsaka einnig aðra hátt setta starfsmenn VW á borð Herbert Diess og fyrrum forstjórans Martin Winterkorn.