Verið er að rannsaka það hvort að forseti Bandaríkjanna Donald J. Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar af sérstöku rannsóknarteymi Robert Mueller. Þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag til að mynda í Washington Post , New York Times og Wall Street Journal sem vísa öll í eigin heimildarmenn.

Þar kemur fram að háttsettir meðlimir innan bandarísku leyniþjónustunnar verði yfirheyrðir um það hvort að forsetinn hafi reynt að binda enda á rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Mueller hefur verið ráðinn til að rannsaka það hvort að Rússar hafi haft áhrif á bandarísku forsetakosningarnar 2016 og hvort að Donald Trump sé flæktur í máið.

Forsetinn hefur þverneitað fyrir tengsl við Rússa og hefur lýst því yfir að hann telji rannsóknina vera „nornaveiðar“.