Fjármálaeftirlitið í Hong Kong hefur upplýst um að það sé nú að rannsaka svissneska bankann UBS vegna mögulegs misferlis í tengslum við viðmiðunarvexti í Asíu. Þessi tilkynning kemur daginn eftir að UBS bankinn samþykkti að greiða 940 milljónir punda í sekt vegna tilrauna til að hafa áhrif á Libor vexti. Þetta kemur fram í grein The Guardian um málið.

Rannsóknin miðar að því hvort að bankinn hafði brotið af sér við upplýsingagjöf auk þess sem skoðað verður hvort aðgerðir bankans hafi haft einhver teljanleg áhrif á vextina, sem eru betur þekktir sem Hibor.