Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (Securities Exchange Commission, SEC) hefur með dómsúrskurði krafist þess að bandaríski rapparinn Sean Carter, betur þekktur sem Jay-Z, mæti fyrir dómstól í New York til að bera vitni í máli sem tengist meintum brotum Iconix Brand Group á lögum um verðbréfaviðskipti.

Málið tengist rannsókn á tilkynningu Iconix á 169 milljón dollara dollara virðisrýrnun Rocawear, tískumerki Jay-Z, í mars 2016 og annarri 34 milljón dala virðisrýrnun fyrr á þessu ári. Iconix greiddi Jay-Z yfir 200 milljónir dala árið 2007 fyrir réttindin að Rocawear. Stjórn Verðbréfaeftirlitsins sækist eftir vitnisburði Jay-Z um sameiginleg verkefni hans og Iconix.

Iconix Brand Group er amerískt fyrirtæki á sviði vörumerkjastjórnunar og sér um leyfisveitingar til smásala og framleiðenda einkum í fataiðnaði, skófatnaði og aukahlutum. Félagið er skráð á markað í Bandaríkjunum og nemur markaðsvirði þess 37,6 milljörðum Bandaríkjadala.

Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur áður stefnt Jay-Z í tvígang vegna málsins, en rapparinn lét það undir höfuð leggjast.