*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. október 2014 18:26

Rannsakar lekann til Kastljóss

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að rannsaka leka á trúnaðargögnum um kæru gegn starfsmönnum Eimskips og Samskipa.

Ritstjórn
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Haraldur Guðjónsson

Fyrir tíu dögum greindi Kastljós frá því að Samkeppniseftirlitið hafi kært ellefu starfsmenn Eimskips og Samskipa til embættis Sérstaks saksóknara vegna gruns um að félögin hafi haft með sér ólöglegt samráð.

Nokkrum dögum seinna fóru forsvarsmenn Eimskips og Samkeppniseftirlitið fram á að ríkissaksóknari myndi rannsaka hvaðan og hvernig trúnaðarupplýsingum um efni kærunnar hefðu lekið til Kastljóssins. Fréttastofa RÚV greinir nú frá því að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi ákveðið að rannsaka málið.