Máli saksóknara efnahagsbrota gegn meintum brotum eigenda fyrirtækisins Aserta á gjaldeyrislögum vindur áfram. Mikið fór fyrir málinu þegar ákæra á hendur einstaklingunum var birt í lok janúar en lítið hefur spurst af því nýlega.

Helgi M. Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, segir að vinnsla málsins sé nokkuð seinleg vegna tengsla við útlönd og enn eigi eftir að taka nokkra aðila í skýrslutöku. Heildarvelta Aserta á tímabilinu sem er til rannsókar er 48 milljarðar króna en grunur leikur á að 13 milljörðum króna hafi verið víxlað framhjá gjaldeyrishöftum.