Rannsókn Fjármálaeftirlitsins (FME) á umfangsmiklu máli sem varðar peningamarkaðssjóði er á lokastigi, samkvæmt upplyìsingum frá stofnuninni.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að rannsóknin snúi að markaðssetningu peningamarkaðssjóða og hvort hún hafi verið í trássi við lög. Starfsmenn FME hafa meðal annars farið yfir um milljón tölvupósta í tengslum við rannsóknina. Áður hafði FME sent að minnsta kosti tvö mál sem tengjast peningamarkaðssjóðum bankanna til sérstaks saksóknara.

Öll málin snúast um fleiri en einn eftirlitsskyldan aðila, en þeir eru annaðhvort rekstrarfélög sjóðanna eða bankarnir sjálfir. Á árunum 2009 og 2010 hefur FME sent alls 40 mál til sérstaks saksóknara, fimm mál til Ríkissaksóknara og tíu málum hefur verið vísað til Efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra