Rannsókn sérstaks saksóknara á hendur Guðmundi Erni Gunnarssyni, fyrrverandi forstjóra VÍS, hefur verið felld niður og hann laus allra mála. Guðmundur hefur fengið sent bréf þar að lútandi frá embættinu. Vísir greinir frá .

Guðmundur Örn Gunnarsson
Guðmundur Örn Gunnarsson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Rannsóknin var hluti af málum tengdum Exista og sneri að lánveitingum VÍS á árunum 2007 til 2009.

Greindi embættið frá því á vordögum 2011 að grunur léki á um meint brot á auðgunarbrota hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum vátryggingafélagsins og brot á lögum um vátryggingastarfsemi. Málinu var vísað til embættisins með kæru frá Fjármálaeftirlitinu (FME).