Rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum tengdum starfsemi lífeyrissjóða sem voru í rekstri Gamla Landsbankans hf. hefur verið hætt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stjórnendur og starfsmenn lífeyrissjóðanna hafi á fyrri hluta árs 2008 farið út fyrir lagaramma um fjárfestingarákvarðanir og hvort upplýsingagjöf þar að lútandi til Fjármálaeftirlitsins hafi verið ábótavant.

Lífeyrissjóðirnir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður hf. Eimskipafélags Íslands, Kjalar lífeyrissjóður og Eftirlaunasjóður FÍA. Rannsókn sérstaks saksóknara er nú lokið og hefur málið verið fellt niður án ákæru og eftirmála.