Verið er að ganga frá skýrslu nefndar um rannsókn á starfsháttum og fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna fyrir hrun. Skýrslan er væntanleg í lok mánaðar.

Hrafn Bragason fyrrverandi hæstaréttardómari, vildi lítið tjá sig um efni skýrslunnar í samtali við RÚV í dag að öðru leyti en því að skýrslan beri þess merki að hver einasti lífeyrissjóður hafi verið skoðaður. Búast má við að skýrslan verði nálægt eitt þúsund blaðsíðum, að hans sögn.

Það var ríkissáttassemjari sem skipaði nefndina.