Rannsókn Bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, á falli Kaupþings kostaði 1,3 milljónir punda, jafnvirði um 270 milljóna króna. Rannsókninni var hætt eftir að SFO viðurkenndi mistök við framkvæmd rannsóknarinnar.

Breska dagblaðið The Times fór fram á upplýsingar um kostnaðinn og birti svörin fyrir helgi. Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag.

Fram kemur í umfjölluninni að kostnaðurinn gæti hækkað töluvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá SFO. Rannsókn snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Meðal annarra sem voru til rannsóknar voru Ármann Þorvaldsson, Sigurður Einarsson og Guðni Níels Aðalsteinsson,