*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 30. desember 2014 08:51

Rannsókn á Sjóvármáli lokið

Rannsókn á umboðssvikum fyrrverandi stjórnenda Sjóvár hefur staðið í fimm og hálft ár.

Ritstjórn
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Embætti sérstaks saksóknara hefur lokið rannsókn á meintum umboðssvikum fyrrverandi stjórnenda og eigenda Sjóvár. Ekki var talið nauðsynlegt að ákæra í málinu, en þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Rannsóknin hefur staðið í fimm og hálft ár og sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði félagsins og því hvort stjórnendur hefðu farið út fyrir fjárfestingarheimildir sínar.

Ákvörðun um að ljúka rannsókninni var tekin skömmu fyrir jól. Í Fréttablaðinu er haft eftir Þór Sigfússyni, fyrrverandi forstjóra Sjóvár, að hann hafi búist við niðurstöðunni. Þór hefur verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði og hann segist vilja að gripið verði til lagasetningar, til þess að koma í veg fyrir að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar.