Rannsókn stendur yfir á meintu svindli 125 nemenda við Harvard háskólann. Er talið að nemendurnir hafi svindlað á heimaprófi með hjálp tölvutækninnar. Þetta kemur fram á fréttavef Bloomberg.

Nemendurnir, sem allir eru í BA/BS námi, munu þurfa að koma fyrir aganefnd skólans og skýra mál sitt.

Prófið þreyttu nemendurnir í maí og hafa kennarar skólans eytt miklum tíma í að fara yfir prófið. Ef um svindl er að ræða gæti það þýtt að hinir seku þurfi að yfirgefa skólann í eitt ár.

Ekki hefur fengist staðfest í hvaða deild skólans meint svindl átti sér stað. Heimildarmenn Bloomberg segja það hafa verið í námskeiðinu "Stjórnvöld 1310: Kynning á fulltrúadeild Bandaríkjaþings" í Harvard Crimson. Í áfanganum eru skráðir 279 nemendur samkvæmt heimasíðu skólans.

© Getty Images (Getty)

Harvard háskóli er ein virtasta menntastofnun Bandaríkjanna. Skólinn var stofnaður árið 1636.