Talið er að rannsóknarboranir vegna Drekasvæðisins geti hafist innan tveggja ára og tekið allt að 10 ár. Finnist olía og gas í vinnanlegu magni, getur vinnslan tekið 20-40 ár.

Það er því ljóst að slík umsvif munu breyta miklu á norðausturhluta landsins og reyndar hafa áhrif á atvinnulíf um land allt. Þetta kemur fram í skýrslu iðnaðarráðuneytisins sem var opinberuð fyrr í dag.

Staðarval fyrir uppbyggingu á aðstöðu í landi milli Þórshafnar og Vopnafjarðar fyrir olíu og gasleitarfyrirtæki sem hyggjast leita að olíu á Drekasvæðinu sýnir að greina verður á milli aðstöðu á rannsóknarstigi annarsvegar og vinnslustigi hinsvegar.

Einnig hefur umfang borana og vinnslu mjög mikil áhrif á stærð svæða og alla aðstöðu segir í skýrslunni.