Í kjölfar efnahagshrunsins og nýlega skandalsins varðandi LIBOR-vextina, hefur breska ríkisstjórnin verið undir miklum þrýstingi að rannsaka fjármálageirann.

Ríkisstjórnin ásamt stjórnarandstöðunni hafa komist að samkomulagi að koma á fót rannsóknarnefnd sem á að rannsaka starfshætti breskra fjármálastofnanna út frá siðferðislegu sjónarhorni.

Talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að rannsóknarnefndin myndi hafa þá fjármuni og lagaheimildir sem til þyrfti til að skila vel unnu og vönduðu verki.