Megin niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis er að stærstu eigendur bankanna hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá bönkunum í krafti eignarhalds.

„Stærstu eigendur allra stóru bankanna fengu óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá þeim banka sem þeir áttu að því er virðist í krafti eignarhaldsins. Athugun Rannsóknarnefndar Alþingis á stærstu áhættuskuldbindingum Glitnis, Kaupþings, Landsbankans og Straums Burðaráss leiddi í ljós að í öllum bönkunum voru helstu eigendur bankans meðal stærstu lántakanda hans,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar undir liðnum ágrip um eigin niðurstöðu.

Nánar verður fjallað um skýrsluna á vef Viðskiptablaðsins í dag.