Tvær rannsóknarnefndir sem starfa á vegum Alþingis hafa að óbreyttu ekki fé til að ljúka skýrslum sínum. Málið hefur verið rætt í forsætisnefnd Alþingis og forseti þingsins rætt það við fjármálaráðherra.

Alþingi veitti 103 milljónir á fjárlögum ársins til að ljúka starfi rannsóknarnefnda vegna Íbúðalánasjóðs og falls sparisjóðanna. Það er mun lægri fjárhæð en skrifstofa Alþingis taldi nauðsynlegt.

„Þetta eru mjög knappar fjárveitingar og ekki nægar til að ljúka rannsókninni,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag